Við Helga og Palli í Gestaherberginu ætlum í snjókast í dag. Reyndar ekki alvöru snjókast en samt þannig að þemað verður snjór í dag.

Við höfum fundið nokkur lög sem fjalla um snjó er eru þó ekki jólalög. Snjór og jól er nefnilega ansi algeng blanda en við ætlum að reyna að spila sem minnst af jólalögum.

Ert þú með hugmynd að lagi um snjó sem er ekki jólalag? Hringdu þá inn í þáttinn í síma 5800 580 á milli kl 17:00 og 19:00 í dag og leggðu þitt af mörkum… ef þú vilt.

Ekki gleyma að hlusta á þáttinn sem er sendur út úr stúdíó III í Noregi á FM Trölla og trolli.is

Trölli næst á FM 103,7 á Siglufirði, Ólafsfirði, í Skagafirði og á Hvammstanga.