Baggalútur hefur sent frá sér nýja plötu sem ber heitið Kveðju skilað og inniheldur ný lög eftir Braga Valdimar Skúlason við vísur og kvæði vestur–íslenska skáldsins Káins (1860–1936).

Platan er komin út á streymisveitum og á geisladiski. En hún verður einnig fáanleg á vínyl–útgáfu þann 10. desember. Mun hún auk nýju laganna innihalda valin lög af hljómplötunni Sólskinið í Dakota, sem kom út á geisladiski árið 2009.  

Platan fæst í verslunum Pennans, Lucky Records, Reykjavík Recordshop, Smekkleysu, 12 Tónum, Heimkaupum, á Plötubúðin.is og í vefverslun Öldu Music en þar er einnig hægt að forpanta vínyl útgáfuna.

Lagalisti:

1. Er eg að verða vitlaus, eða hvað?
2. Bjór
3. Mál að fara
4. Bágindi
5. Hlægifíflin
6. Sykur & rjómi
7. Kveðju skilað
8. Æfintýr á gönguför
9. Melankoliska
10. Er það ei von?
11. Vinarminning
12. Allt breytist
13. Á Ice-Cream-landi

Kveðju skilað á Spotify

Aðsent.