Tveir ungir píanóleikarar frá Akureyri, Alexander Edelstein og Björn Helgi Björnsson, leika á píanó verk eftir nokkur fremstu klassísku tónskáldin, Bach, Beethoven, Brahms, Chopin, Schubert, Rachmaninoff og fleiri.

– Alexander er tvítugur nýstúdent frá MA en hefur jafnframt stundað nám í píanóleik hjá Peter Maté við Listaháskóla Íslands. Hann hefur hlotið fjölmargar viðurkenningar og verðlaun fyrir píanóleik sinn, meðal annars í EPTA- keppinni (Evrópusamband píanókennara) og haldið allmarga einleikstónleika og leikið með hljómsveitum.

– Björn Helgi er sautján ára nemandi við MA og Tónlistarskóla Akureyrar og er á efsta stigi í píanóleik. Hann hefur tekið þátt í píanókeppni EPTA og gengið vel, og er nú að búa sig undir EPTA-keppni sem verður í Hörpu í nóvember næstkomandi. Björn Helgi á ættir að rekja til Siglufjarðar.

Frétt og mynd: aðsent