Laugardaginn 4. ágúst voru um 140 manns saman komin í Skarðdalsskógi á Siglufirði í hinni árlegu grillveislu í boði Kiwanisklúbbsins Skjaldar í Fjallabyggð. Á boðstólnum var lambakjöt, pylsur, brún sósa og allskonar meðlæti. Kiwanisklúbburinn Skjöldur hefur staðið fyrir þessum viðburði með góðum stuðningi frá Kjörbúðinni undanfarin ár og hefur ævinlega verið mannmargt. Þeir félagar Ómar Hauksson, Þorsteinn Sveinsson og Haukur Orri Kristjánsson spiluðu fyrir mannskapinn á meðan Kiwanismenn grilluðu.

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

 

 

.

 

Myndband

 

Myndir: Andri Hrannar Einarsson
Myndband: Steingrímur Kristinsson
Frétt: Kristín Sigurjónsdóttir