Nýliðinn fimmtudag færði Kaupfélag Skagfirðinga skólum í Skagafirði að gjöf hátæknibúnað, þrívíddarprentara ásamt viðeigandi forritum. Það eru Grunnskólinn austan Vatna á Hofsósi, Árskóli og Varmahlíðarskóli ásamt Fjölbrautaskólanum á Norðurlandi vestra sem fengu þessa veglegu gjöf.

Um er að ræða háþróaða þrívíddarprentara af gerðinni MakerBot Replicator+ ásamt þrívíddarforritunum MakerBot Print og MakeBot Mobile. Forsvarsmönnum KS og skólayfirvalda finnst mikilvægt að nemendur fái tækifæri til að vinna með og læra á nýjustu tækni á þessu sviði til að vekja áhuga þeirra á þessari grein. Það voru stjórnarmenn í KS og Fisk Seafood sem afhentu gjöfina.

Sveitarfélagið Skagafjörður þakkar Kaupfélagi Skagfirðinga fyrir þessa veglegu gjöf og stuðninginn við skólasamfélagið í Skagafirði í gegnum tíðina en félagið hefur stutt við það með ýmsum hætti. 

Á forsíðumynd: Óskar Björnsson tekur við gjöfinni fyrir hönd Árskóla. Mynd Feykir

Skoða á vef Skagafjarðar