Fréttaritar Trölla.is, þau hjónin Kristín Sigurjónsdóttir og Gunnar Smári Helgason dvelja hluta úr ári á Gran Canaria. Þau búa í helli sem þau eiga í Angostura gljúfri ásamt 25.000 fm landi í fjöllunum fyrir ofan bæinn Vecindario.

Í gær var fjórtándi dagur í útgöngubanni hjá okkur hjónum og sá síðasti sem átti að vera eftir fyrstu tilskipun um útgöngubann.

Við gáfum það út að við ætluðum að gera eitt myndband á dag á meðan á útgöngubanninu stæði í þessa 14 daga. En nú hefur því verið framlengt til 12. apríl að minnsta kosti.

Við ætlum ekki að hætta myndbandagerðinni, ætlum að gera tvö myndbönd í viku þar til útgöngubanninu líkur.

Fjórtándi dagurinn gekk þokkalega hér á heimilinu, hellisfrúnni féllust nánast hendur yfir ástandinu á eldhúsinu eftir þessa ofsa rigningu og var fremur lágskýjuð.

Gunnar Smári var aftur á móti hinn hressasti og rafsauð grindina undir þakið á húsbyggingunni.

Segjum frá deginum og fleiri ævintýrum sem við höfum lent í síðan við komum hingað í haust í meðfylgjandi YouTube myndbandi.


Sjá fleiri myndbönd: HÉR