Veist þú  um einhvern eða einhverja sem þér finnst hafa skarað framúr, staðið sig einkar vel fyrir bæinn þinn, gert góðverk eða framið gjörning sem kallar á að fá tilnefninguna maður ársins 2018 í Ólafsfirði eða á Siglufirði?

FM Trölli og Trölli.is ætla að tilnefna mann ársins 2018.

Tilnefndur verður maður ársins á Siglufirði annars vegar og maður ársins í Ólafsfirði hins vegar.

Tilkynnt verður hverjir verða fyrir valinu á FM Trölla í þættinum Tíu Dropum 30. desember, einnig mun það birtast á vefnum Trölli.is.

Ykkur gefst kostur á að senda ábendingar um mann ársins hér fyrir neðan.
Engu skiptir af hvaða kyni maður ársins er, hér eru allir jafnir.

Hægt er að senda tilnefningu: Hér

 

Mynd: pixabay