Kjúklingapasta með spínati og hvítlauk
- 2 bakkar kjúklingalæri
- ólífuolía
- 3 hvítlauksrif
- pipar og gott salt (ég nota salt frá Jamie Oliver með sítrónu og timjan)
Hrærið saman ólífuolíu, pressuðum hvítlauskrifjum, pipar og salti og penslið á kjúklinginn. Eldið kjúklinginn í 180° heitum ofni þar til hann er eldaður í gegn.
- 1 bakki sveppir
- ½ laukur
- 2 hvítlauksrif
- 1 dós sýrður rjómi
- 1-2 dl rjómi
- 1 grænmetisteningur
Sneiðið sveppi , fínhakkið lauk og hvítlauk og steikið við miðlungsháan hita upp úr smjöri. Bætið sýrðum rjóma, rjóma og grænmetisteningi á pönnuna og látið sjóða saman við vægan hita.
Sjóðið pasta eftir leiðbeiningum á pakkningu. Þegar kjúklingurinn er tilbúinn er kjötið hreinsað af beinunum og bætt út í sósuna á pönnunni ásamt soðnu pasta og fersku spínati. Kryddið með pipari og salti og berið fram með ferskum parmesan.


Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit