Í dag, laugardaginn 16. febrúar, munu nemendur 10. bekkjar Grunnskóla Fjallabyggðar ganga í hús á Siglufirði og bjóða nýjar kleinur til sölu. Þetta er árlegur viðburður sem er jafnframt liður í fjáröflun 10. bekkinga fyrir útskriftarsjóðinn.
Ólafsfirðingar geta pantað kleinur og fengið sendar.
Kleinusalan hefst um kl. 10 árdegis.
Mynd: af netinu