Kæru foreldrar barna fædd árið 2006-2014.
Knattspyrnuskólinn mun verða aðeins öðruvísi en undanfarin ár, þar sem í ár verður megináhersla lögð á knattspyrnu en aðrar íþróttir og leikir verða einnig á námskeiðinu. Í grunninn mun skólinn vera þannig að hann hefst kl 13:00 alla virka daga vikunnar og lýkur kl 15:45 (leiðbeinendur munu þó vera til kl 16:00 eða uns börn eru sótt).
Skólinn er tvískiptur, knattspyrnuæfingar verða fyrri hluta dagsins, þ.e. frá kl. 13:00-14:30, en eftir það verða leikir og ýmislegt annað skemmtilegt. Lögð er áhersla á fjölbreyttar og skemmtilegar knattspyrnuæfingar.
Skólinn byrjar mánudaginn 11.júní og lýkur fimmtudaginn 10 ágúst. Knattspyrnuæfingar verða áfram í ágúst og verður það auglýst þegar nær dregur.
Umsjónarmaður íþrótta- og knattspyrnuskólans er Halldór Ingvar Guðmundsson, ásamt aðstoðarfólki. Skólinn er á Siglufirði á mánudögum og miðvikudögum en á Ólafsfirði á þriðjudögum og fimmtudögum. Föstudagar eru til skiptis (Siglufirði 15.júní, 29.Júni, 13.júlí, 27.Júlí, 10ágúst, en Ólafsfirði 22.júní 6.Júli ,20.júlí, 3. ágúst). Mæting er að Hóli á Siglufirði en við Vallarhúsið á Ólafsfirði nema annað sé tekið fram. Rútu planið er neðst en í rútunni er ávallt starfsmaður úr skólanum eða frá félaginu.
Börn fædd 2014 eru velkomin í skólann en sérstök athygli er vakin á því að börn í þessum árgangi geta eingöngu sótt skólann í sínum byggðarkjarna. Félaginu þykir ekki tímabært að svo ungir iðkendur fari í rútu á milli byggðarkjarnanna.
Facebooksíða skólans er: Íþrótta- og knattspyrnuskóli KF 2018
Upplýsingar um skipulag vikunnar munu verða settar inn á síðuna ásamt öðrum upplýsingum en skipulagið er m.a. unnið út frá veður spá og þannig vita foreldrar hvað krakkarnir eru að fara að gera og hvernig fatnað eða annað sem þau þurfa að hafa með sér.
KF vill ítreka að foreldrar þurfa að senda krakkana með hollt og gott nesti.
Verðskrá (2014 árgangurinn greiðir hálft gjald):
- Allt sumarið (8vikur): 30.000.-
- Vikugjald: 5.000.-
Skráning er á kf@kfbolti.is þar sem koma þarf fram; hversu langan tíma barnið ætlar að sækja skólann, nafn, netfang og GSM foreldra og nafn og kennitala barns. Einnig aðrar upplýsingar sem foreldrum finnst vert að umsjónarmaður hafi vitneskju um. Félagið býður upp á að sækja leikskólabörn í leikskólana á meðan þeir eru starfandi. Ef það eru einhverjar spurningar þá endilega hafið samband í síma 868-3392 (Halldór Ingvar)
Vonumst til að sjá sem flesta krakka í flottum og vel skipulögðum íþrótta- og knattspyrnuskóla KF sumarið 2018.
Með kærri kveðju, barna- og unglingaráð KF
Rútuferðir
Siglufjörður
Mánudagur, miðvikudagur og föstudagur (15. júní, 29. Júni, 13. júlí, 27.Júlí og 10. ágúst )
12:45 Frá Vallarshúsinu á Ólafsfirði til Hóls
15:45 Frá Hóli til Vallarsshússins á Ólafsfirði
Ólafsfjörður
Þriðjudagur, fimmtudagur og föstudagur( 22.júní, 6.Júli, 20.Júlí og 3. ágúst))
12:45 Frá Neðra skólahúsi á Siglufirði til Vallar hússins á Ólafsfirði
15:45 Frá Vallarhúsinu á Ólafsfirði til Neðra skólahúss á Siglufirði
Frétt fengin af vef: Knattspyrnufélags Fjallabyggðar
Mynd: Guðný Ágústsdóttir