Þann 24. maí ætlar Kór Langholtskirkju að sækja Siglufjörð heim! Af því tilefni verður blásið til kórveislu í Bátahúsi Síldarminjasafns Íslands.

Kór Langholtskirkju og Karlakór Fjallabyggðar stíga á svið, bæði saman og sitt í hvoru lagi og flytja lög úr ýmsum áttum.

Tónleikarnir eru haldnir í samvinnu við Síldarminjasafn Íslands. Frítt inn og öll velkomin meðan húsrúm leyfir!