Með fundarboði 839. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar fylgdi minnisblað deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar þar sem farið er yfir kostnaðaráhrif gjaldfrjálsra skólamáltíða.

Á 838. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar var farið yfir minnisblað sambands íslenskra sveitarfélaga frá 4. júlí sl. varðandi samþykkt frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem snýr einkum að gjaldfrjálsum skólamáltíðum í grunnskólum landsins.

Bæjarráð þakkaði deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála fyrir samantektina á kostnaðaráhrifum vegna gjaldfrjálsra skólamáltíða í tengslum við kjarasamninga á almennum markaði.

Ljóst er að aukinn kostnaður sveitarfélagsins vegna gjaldfrjálsra skólamáltíða verður um 2,8 milljónir á þessu ári.