Samkvæmt reglum Dalvíkurbyggðar um kjör á íþróttamanni ársins skal fara fram íbúakosning sem gildir á móti kosningu aðal- og varamanna í íþrótta- og æskulýðsráði. Kosning fer fram með þeim hætti að allir sem eru orðnir 15 ára geta kosið og er það gert í gegnum Mína Dalvíkurbyggð.

Þú byrjar á að kynna þér upplýsingar um tilnefnda aðila hér, ferð svo inn á íbúagátt Dalvíkurbyggðar og kýst þann aðila sem þú telur eiga skilið að hljóta titilinn „íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2021“., Þú kemst inn á íbúagáttina með því að smella hér.

Hægt verður að kjósa um íþróttamann ársins til og með mánudagsins 10. janúar 2022.

Samanlögð kosning íbúa og fulltrúa í íþrótta- og æskulýðsráði mun svo ráða úrslitum um það hver verður kjörinn. Reglur um kjör á íþróttamanni ársins er að finna hér.

Kjöri á Íþróttamanni Dalvíkurbyggðar verður lýst fimmtudaginn 13. janúar. Ekki er ljóst með hvaða hætti það verður gert, en líklegt er að það verði með rafrænum hætti eins og á síðasta ári.

TilnefningarÍþróttagrein
Rúnar Júlíus GunnarssonHestar
Steinar Logi ÞórðarsonKnattspyrna
Símon GestsonSund

Mynd/mynd/Haukur Arnar Gunnarsson