Kotasælupönnukökur – uppskriftin gefur um 18 litlar pönnukökur
- 3 egg
- 1 bolli kotasæla
- 1 tsk. vanilludropar
- 2 msk. hunang eða agave síróp
- ½ bolli hveiti
- 1 tsk. lyftiduft
- ¼ tsk. salt
- smjör, olía eða olíusprey
Setjið fyrstu 4 hráefnin í skál og hrærið þeim saman. Bætið þurrefnunum saman við og hrærið saman.
Hitið pönnu við miðlungsháan hita og setjið smá af olíu eða smjöri á pönnuna. Setjið um 1 msk. af deiginu á pönnuna fyrir hverja pönnuköku.
Steikið í 2 mínútur á hvorri hlið, eða þar til pönnukakan er gyllt á lit og steikt í gegn.

.

.

.

.

.
Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit