Í dag, miðvikudaginn 17. apríl verður haldin æfing viðbragðsaðila á skíðasvæðinu í Skarðsdal á Siglufirði. Þar verður líkt eftir því að snjóflóð hafi fallið á hóp skíðamanna og þeir grafist undir því. Æfð verða viðbrögð við leit og björgun þeirra sem og hvaða aðhlynningu þolendur þurfa að fá í kjölfarið.
Allar viðbragðseiningar á Tröllaskaga taka þátt í æfingu þessari og er vakin sérstök athygli á því að um æfingu er að ræða en búast má við fjölda viðbragðsaðila á ferðinni, þá sérstaklega við skíðasvæðið sem og innanbæjar á Siglufirði.
Áætlað er að æfingin hefjist kl. 18:15 og standi fram á kvöld.