Fjölskylda Guðmundar Guðmundssonar hefur fært Menntaskólanum á Tröllaskaga að gjöf listaverk sem hann málaði á herbergishurðina sína.

Þema verksins er áróður gegn reykingum. Guðmundur fórst í bílsysi í Ólafsfjarðarmúla ásamt föður sínum árið 1979 aðeins nítján ára að aldri. Hann og skólafélagar hans í Gagnfræðaskóla Ólafsfjarðar máluðu árið 1974 mynd af landnámi Ólafsfjarðar sem hefur verið til prýði í skólahúsinu síðan.

Æskuheimili Guðmundar var selt nýlega og vildi hans fólk ráðstafa hurðinni og koma henni á stað þar sem fólk gæti notið verksins. Stjórnendum MTR þótt vel við hæfi að varðveita hana hér í skólahúsinu.

Systkini Guðmundar við hurðina, þau Þórður og Sigríður Guðmundsbörn.