Þingmenn Viðreisnar, þeir Þorsteinn Víglunds og Jón Steindór Valdimarsson heimsóttu Fjallabyggð og fóru á nokkra staði að kynna sér starfsemi á svæðinu.

Eftirfarandi er texti frá þeirra FB síðu um heimsóknina:
Eftirminnilegur dagur í Fjallabyggð. Við hófum daginn í Genis þar sem við fræddumst um ótrúlega flotta starfssemi þeirra á Siglufirði, því næst var farið í hádegismat á Torginu með forseta bæjarstjórnar Fjallabyggðar. Næsta stopp var í Menntaskólann á Tröllaskaga þar sem við kynntumst spennandi skólastarfi þar, og hittum ekki bara skólameistara heldur fjarkennara sem renna um ganga skólans samhliða staðarkennurum. Það má með sanni segja að við gengum þaðan út uppfull af innblæstri frá nemendum og kennurum. Við kíktum síðan á fyrirtækið Vélfag sem framleiðir fiskvinnsluvélar bæði fyrir landvinnslu og sjóvinnslu. Algjörlega frábær sköpunarvinna þar á bæ. Nú liggur ferðin næst á Suðurland þar sem Viðreisn verður á morgun. Takk fyrir okkur Akureyri og Fjallabyggð.

Jón Steindór Valdimarsson, Þorsteinn Víglunds og Lára Stefánsdóttir