Nokkur breyting varð á stjórn Siglfirðingafélagsins á síðasta aðalfundi, en þá gengu fráfarandi formaður Hlöðver Sigurðsson og Gréta Birgisdóttir úr stjórninni.

Nýr formaður er Arna Rut Gunnlaugsdóttir og varaformaður er Sigurður Tómas Björgvinsson sem fyrr. Gústaf Guðbrandsson er einnig áfram gjaldkeri, en Leó R. Ólason tók við sem ritari af Grétu Birgisdóttur. Þá er Gunnar Trausti Guðbjörnsson meðstjórnandi auk þess að vera ritstjóri blaðs félagsins sem kemur út tvisvar á ári.

Í ár ætlar félagið að brydda upp á þeirri nýbreytni að standa fyrir kótilettukvöldi þann 6. febrúar næstkomandi, en síðan verður boðið upp á myndasýningu eftir matinn og vonandi mæta sem allra flestir sveitungar á þennan viðburð.

Athugið að miðafjöldi er takmarkaður því salurinn tekur ekki endalaust við og því er skynsamlegt að festa sér miða í fyrra fallinu.