Í dag, mánudaginn 14. október, þegar skipulagsdagur verður í leikskólanum býður Ólafsfjarðarkirkja leikskólabörnunum í heimsókn ásamt fylgdarmanni. Stundin hefst klukkan 11:00.
Á dagskránni verður sagnaflutningur, söngur og föndur, en að lokum borða allir saman hádegismat.
Skráning fer fram með skilaboðum á facebook eða með því að hafa samband við séra Stefaníu í netfangið: stefania.st@kirkjan.is