Menningarstyrkir Fjallabyggðar voru afhentir við hátíðlega athöfn í Menningarhúsinu Tjarnarborg 6. febrúar síðastliðinn.

Fjallabyggð hefur kynnt þau verkefni sem hlutu styrki og mun Trölli.is birta fréttir af þeim verkefnum á næstunni.

Að þessu sinni kynnum við verkefni Brákar Jónsdóttur sem hún hlaut styrk fyrir.

Skapandi spunasmiðja og kvikmyndagerð.
Umsækjandi: Brák Jónsdóttir

Sumarið 2020 verður krökkum í Fjallabyggð boðin þátttaka í tilraunakenndri spunasmiðju og lagt verður af stað með listræna rannsókn um svæðið okkar.

Smiðjan er fyrri hluti verkefnisins og henni stjórna tveir listamenn sem dvalið hafa mikið og unnið að listsköpun sinni á Siglufirði. Það eru þau Brák Jónsdóttir, myndlistakona og Þórir Hermann Óskarsson, tónlistarmaður.

Helst af öllu verður lagt upp úr metnaðarfullu og frjóu samstarfi, forvitni og skemmtun.

Tilraunir smiðjunnar verða festar á filmu svo úr verður efniviður til stuttmyndagerðar.

Annar hluti verkefnisins felst í úrvinnslu þess efnis og ætla þau Brák og Þórir Hermann að flétta saman sín sérsvið og vinna að þessu þverfaglega listformi, kvikmyndinni.

Styrkupphæð 200.000 kr. –


Mynd: úr einkasafni