Föstudaginn 3. apríl kom lagið Vetrarsól með Krumma á steymisveitur. Þetta lag Gunnars Þórðarsonar við texta Ólafs Hauks Símonarsonar kom upphaflega út fyrir tæplega 40 árum á plötunni Himinn og jörð og þá í flutningi föður Krumma, Björgvins Halldórssonar
Hugmyndin að gerð lagsins kviknaði við gerð sjónvarpsþáttanna Jarðarförin mín þar sem Laddi fer með aðalhlutverk, en Vetrarsól í flutningi Björgvins mun verða fyrirferðamikið í þáttunum. Þeir verða sýndir í apríl í Sjónvarpi Símans.
Um lagið
Lagið hefur fylgt Krumma alla tíð og átt sérstakan stað í huga hans en hann hafði lengi stefnt að því að gera sína útgáfu. Nálgun Krumma felst í því að einfalda lagið og setja það í harðkjarna bluegrass búning og breyta tóntegundinni. Flutningur Krumma á þessari perlu íslenskrar tónlistar verður að teljast einstaklega vel heppnaður.
Bjarni M. Sigurðarson – Gítar og pródúser
Óttar Sæmundsen – Bassi
Erik Qvick – Trommur
Guðmundur Atli Péturson – Mandolin
Krummi Björgvinsson – Söngur og pródúser
Hallur Ingólfsson – Upptökustjórn
Halldór Á. Björnsson – Hljóðblöndun
Mastering – 360 Mastering Ltd.