Kvikmyndatökur á þáttunum Flóðið á Tröllaskaga 31. mars – 16. apríl 2025
Fréttatilkynning frá Glassriver
Kvikmyndaframleiðslan Glassriver verður á ferðinni víðs vegar um Tröllaskaga frá 31. mars til 16. apríl 2025 við tökur á nýrri þáttaröð sem ber heitið Flóðið. Um er að ræða fjögurra þátta seríu sem sýnd verður hjá Símanum á næsta ári. Leikstjóri þáttanna er Þórður Pálsson og handritin eru eftir Óttar M. Norðfjörð og Margréti Örnólfsdóttur. Meðal aðalhlutverka fer Elín Hall.
Við tökurnar fylgir umfangsmikil framleiðsla með tækjabílum, sendibílum, fólksbílum og fjölbreyttum búnaði. Þar má sérstaklega nefna stórar vindvélar sem notaðar verða til að skapa stormaðstæður. Þessar vélar gefa frá sér töluverðan hávaða, á bilinu 90–100 desíbel í 10 metra fjarlægð, og minna hljóðið á flugvél í flugtaki. Þær verða aðallega notaðar í Ólafsfirði við Tjarnarborg, Grunnskóla Ólafsfjarðar og hafnarsvæðið, sem og við höfnina á Siglufirði í um fjóra daga. Reikna má með að hljóðið berist um firðina á meðan þær eru í gangi.
Götulokanir við Tjarnarborg verða eftirfarandi daga:
Föstudaginn 4. apríl og miðvikudaginn 9. apríl frá kl. 17:00 til 05:00 báða dagana.
Fyrir fram biðjumst við velvirðingar á ónæði sem þetta kann að hafa í för með sér.
Fyrir frekari upplýsingar, spurningar eða ábendingar er hægt að hafa samband við tökustaðstjóra okkar, Jón Ara, í síma 823-7039.
Mynd/Magnús G. Ólafsson