Í morgun kl. 07:00 þegar Þórir Stefánsson kom til vinnu í Rammann HF á Siglufirði mætti honum mikill reykur í móttöku.
Virðist vera að það hafi komið upp eldur í nótt en úðakerfi hafði náð að slökkva eldinn að mestu þegar að var komið. Betur fór en á horfðist segja menn og þakka úðakerfinu.
Upptök eldsins eru ókunn. Rannsóknarlögreglan á Akureyri er á staðnum að kanna málin. Þegar fréttaritari Trölla.is kom á staðinn var verið að fara yfir skemmdir og mátti sjá að upptök eldsins eru við rafmagnstöflur.
Ljóst er að töluvert tjón hlaust af eldinum.

Slökkviliðið að störfum. Mynd/Björn Valdimarsson

Mynd/Björn Valdimarsson

Fiskmóttakan í Rammanum

Aðalsteinn Arnarsson rafvirki að skoða skemmdirnar

Ámundi Gunnarsson slökkviliðsstóri að kanna skemmdirnar

Séð upp í loftið þar sem eldurinn kraumaði

.

Betur fór en á horfðist

Slökkvilið Fjallabyggðar enn á staðnum