HMS boðar til opins kynningarfundar í HMS, Borgartúni 21, á morgun miðvikudaginn 31. maí kl.10:30.

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun tók við verkefnum fasteignaskrár í júlí 2022. HMS kynnir nú í fyrsta skipti endurmat fasteigna. Fasteignamat fellur vel að öðrum verkefnum HMS svo sem framkvæmd húsnæðisáætlana, upplýsinga um mannvirkjauppbyggingu og greininga á húsnæðismarkaði.

Dagskrá 10:30-10:35 Fundarsetning.
10:35-10:50 Tryggvi Már Ingvarsson, framkvæmdastjóri fasteignasviðs HMS á Akureyri – Nýtt fasteignamat fyrir 2024.
10:50-11:05 Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga – Húsnæðisþörf og staða sveitarfélaga.
11:05-11:20 Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans – Staða lántakenda.
11:20-11:30 Elmar Erlendsson, framkvæmdastjóri lánasviðs HMS – Húsnæðis-uppbygging og áætlanir um frekari uppbyggingu. Fundarstjóri: Brynja Þorgeirsdóttir.

Fundinum verður einnig streymt beint á hms.is/streymi.
Frekari upplýsingar og skráning