Snjóflóð féll yfir veginn í Ólafsfjarðarmúla í nótt, en vegurinn hafði þá verið lokaður fyrir umferð í rúman sólarhring vegna snjóflóðahættu.

Vegurinn var opnaður fyrir umferð um kl. 11.30 í morgun, en nú er þæfingsfærð á veginum segir á vefsíðu Vegagerðarinnar.

Meðfylgjandi myndir tók Guðmundur Bjarnason þegar verið var að ryðja Ólafsfjarðarmúla í morgun.