Rósa Jónsdóttir skipar 3. sæti H-Listans í Fjallabyggð.
“Ég er 48 ára, fædd og uppalin á Ólafsfirði. Ég er gift Sigurbirni Þorgeirssyni lögreglumanni og eigum við þrjú uppkomin börn.
Ég og Bjössi minn hófum búskap okkar í Kópavogi og bjuggum þar í 5 ár. Árið 2002 ákváðum við að flytja til Ólafsfjarðar því við vildum að börnin okkar myndu alast upp í öruggu og rólegu umhverfi. Við erum mikið íþróttafólk og stundum golfið og skíðagöngu af miklum krafti.
Ég er með stúdentspróf á viðskipta- og hagfræðibraut VMA og meistari í heilsunuddi frá Fjölbraut Ármúla. Árið 2017 vatt ég kvæði mínu í kross og hóf ég nám í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Ég útskrifaðist með BS gráðu í hjúkrunarfræði vorið 2021 og í dag starfa ég sem hjúkrunarfræðingur á Sjúkrahúsinu á Akureyri.
Ég hef lengi starfað í sveitastjórnarmálum og hef þekkingu og reynslu af þeim. Hef m.a. verið formaður frístundanefndar og stjórnar Hornbrekku ásamt öðrum nefndarstörfum.
Góð andleg heilsa er mér mjög hugleikin, sem og öll hreyfing og íþróttir. Ég er meðvituð um mikilvægi þess að börn og unglingar stundi íþróttir. Íþróttir auka félagsþroska og líkamlegt atgervi.
Áherslumál eru meðal annars, fjölskyldumál, málefni aldraðra, frístunda- og lýðheilsumál og ekki síst atvinnumál.
Setjum x við H!
Rósa Jónsdóttir
H-Listinn—fyrir heildina”.