Sandra Finnsdóttir er 39 ára fædd og uppalin á Siglufirði. Sambýlismaður hennar er Hjalti Gunnarsson. Saman eiga þau tvær dætur, Tinnu 13 ára og Jenný 6 ára.
Sandra er með stúdentspróf frá MTR og stundar háskólanám frá HA samhliða starfi. Sandra starfar sem þjónustufulltrúi hjá Premium ehf
og er kirkjuvörður Siglufjarðarkirkju. Á sumrin tekur hún þátt í söltunarsýningum á vegum Síldarminjasafnsins og á veturna kennir hún börnum og fullorðnum skíðagöngu.
Helstu áhugamál Söndru eru samvera með fjölskyldu og vinum, ferðalög innanlands sem og erlendis. Almenn útivist og hreyfing, síðan eiga skíðin hug hennar allan á veturna.
Í Fjallabyggð er gott að búa, en lengi má gera gott betra og meðal þeirra mála sem brenna á henni eru:
-Áframhaldandi átak í að bæta ásýnd byggðakjarnanna og fegrun umhverfis.
-Langtíma stefnumótun fyrir frístundaiðkun, fótbolta, skíði, golf og fl.
-Efla heilsueflandi Fjallabyggð, með því að auka göngu og hjólastíga og koma fyrir úti æfingartækjum.
-Skoða möguleikana á bæta nýtingu frístundastyrks barna.
-Auka fjárframlög til menningatengdrar starfsemi á kjörtímabilinu.