Sigríður Guðrún Hauksdóttir skipar 1. sæti D-Listans í Fjallabyggð.

Sigríður Guðrún Hauksdóttir, eða Gunna Hauks eins og hún er gjarnan kölluð, mun síðar á þessu ári ná þeim merka áfanga að verða 50 ára. Sambýlismaður Gunnu er Steingrímur Óli Hákonarson og eiga þau 3 syni. Gunna er með stúdentspróf, frá MTR.

Gunna starfar á FMS þar sem hún sinnir öllum tilfallandi störfum, hvort sem um er að ræða löndun, aðgerð, skrifstofustörf og eða stjórnun fyrirtækisins.

Gunna hefur undanfarin 12 ár gengt starfi bæjarfulltrúa í Fjallabyggð og setið í bæjarráði samhliða því að gegna formennsku í fræðslu- og frístundanefnd, stjórn Hornbrekku og Öldungaráði. Undanfarið ár hefur Gunna verið formaður bæjarráðs.

Á þeim 12 árum sem Gunna hefur verið bæjarfulltrúi hefur hún komið að mótun og framkvæmd mikils fjölda framfaramála í þágu samfélagsins. Má þar nefna mikla uppbyggingu innviða, mikilvæga þróun skólastarfs og víðfema hagsmunabaráttu fyrir samfélagið hér í Fjallabyggð. Á því kjörtímabili sem nú er að ljúka hefur hún með samstarfsfólki sínu unnið markvisst að því að skapa Fjallabyggð framtíðarsýn til lengri tíma og þannig bætt möguleika samfélagsins að fanga tækifæri framtíðarinnar.

Að mati Gunnu þá er framtíð Fjallabyggðar ákaflega björt og stoðir öflugs mannlífs styrkar enda hefur grunnurinn verið lagður með góðri grunnþjónustu fyrir fjölskylduvænt samfélag og fjölbreytt atvinnulífi.

Með því að kjósa Gunnu á kjördag þá leggur þú þitt atkvæði í vegferðina sem við viljum halda áfram á!