Haldinn verður kynningarfundur í Tjarnarborg fimmtudaginn 14. nóvember kl. 17:00 þar sem kynntar verða breytingar á aðalskipulagi og deiliskipulag vegna nýs kirkjugarðs við Brimnes. Deiliskipulagið var unnið með hliðsjón af athugasemdum/ábendingum sem bárust frá íbúum og öðrum áhugasömum.

Helsta viðfangsefni deiliskipulagsins er að skipuleggja svæði fyrir framtíðar grafreiti Ólafsfirðinga því núverandi kirkjugarður við Aðalgötu er nánast fullnýttur. Svæðið við Brimnes var valið í kjölfar íbúakosningar sem fram fór síðasta vor þar sem 61,7% greiddra atkvæða voru fylgjandi því svæði.