Fræðslu- og frístunanefnd Fjallabyggðar lagði til á fundi sínum í gær til að Erla Gunnlaugsdóttir verði ráðin í starf skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar.
Eftirtaldir sóttu um starfið:
Erla Gunnlaugsdóttir, verkefnisstjóri sérkennslu.
Helena H. Aspelund, kennari.
Róbert Grétar Gunnarsson, starfsmaður Eimskips.
Allir aðilar voru metnir hæfir og voru öll boðuð í viðtal.
Bæjarstjóri og deildarstjóri félagsmáladeildar tóku starfsviðtöl við umsækjendur. Deildarstjóri félagsmáladeildar lagði fram tillögu um að Erla Gunnlaugsdóttir verði ráðin í starf skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar.
Fræðslu- og frístundanefnd leggur til við bæjarráð að farið verði að tillögu bæjarstjóra og deildarstjóra félagsmáladeildar.
Mynd: úr einkasafni
Frétt: Fjallabyggð