Lambahryggur með hvítlauks- og rósmarínraspi

  • 1/2 bolli fersk brauðmylsna
  • 2 msk pressaður hvítlaukur
  • 2 msk hakkað ferskt rósmarín
  • 1 tsk maldon salt
  • 1/4 tsk svartur pipar
  • 2 msk ólívuolía
  • 1 tsk salt
  • 1 tsk pipar
  • 2 msk ólívuolía
  • 1 msk dijon sinnep (er notaði chili-sinnepið frá Nicolas Vahé)

Hitið ofninn í 200°.

Ristið brauðsneið og rífið niður í matvinnsluvél eða með rifjárni. Blandið saman brauðmylsnu, hvítlauk, rósmarín, salti og pipar í skál. Hellið ólívuolíu yfir og blandið vel. Setjið til hliðar.

Kryddið lambahrygginn með salti og pipar. Nuddið með ólívuolíu og burstið sinnepi yfir hrygginn. Veltið hryggnum upp úr brauðmylsnunni og setjið hann í ofnskúffu þannig að beinið snúi niður og kjötið upp.

Eldið í miðjum ofni í um 20 mínútur, lækkið þá hitann í 160° og eldið áfram í 30-45 mínútur, eftir því hversu mikið kjötið á að vera steikt. Látið hrygginn standa í 5-7 mínútur áður en hann er skorinn.

Sveppasósa

Skerið 1 box af sveppum gróflega og 1/4 – 1/2 lauk fínlega niður og steikið við miðlungshita upp úr vænni klípu af smjöri og smá ólívuolíu. Leyfið að malla í góða stund. Hellið ca 3 dl af rjóma eða matreiðslurjóma yfir og bætið  1/2 niðurskornum piparosti í pottinn.

Látið sjóða við vægan hita á meðan piparosturinn bráðnar. Smakkið til með grænmetiskrafti (1/2 – 1 teningur) og kryddið með smá cayanne pipar.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit