Fasteignamiðlun kynnir eignina Laugarvegur 39, 580 Siglufjörður, nánar tiltekið eign merkt 03-01, fastanúmer 213-0692 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi. Eignin Laugarvegur 39 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 213-0692, birt stærð 96.1 fm. Fylgieining eignarinnar er bílskúr 213-0696 en skráð stærð hans er 23,9 fm.
Nánari upplýsingar veitir Arndís Erla Jónsdóttir Löggiltur fasteignasali, í síma 6907282, tölvupóstur arndis@fasteignamidlun.is.
Sjá myndir: HÉR
Nánari lýsing:
Um er að ræða eign á efstu hæð í fjölbýlishúsi með frábæru útsýni yfir fjörðinn en með eigninni fylgir einnig rúmgóður bílskúr. Íbúðirnar í húsinu eru sex talsins en gengið er inn á miðhæð eignarinnar inn í sameiginlegan stigagang. Eignin hefur verið endurýjuð að hluta að utan en þak hefur verið endurnýjað, svalir steyptar og nýtt handrið sett en einnig hafa vatnslagnir verið endurnýjaðar í sameigninni. Íbúðin er með með stórar svalir í suður og er með góðu gluggarými og því mikið birtuflæði í gegnum íbúðina Íbúðin sjálf er skráð 96.1fm og skiptist í eldhús, þrjú svefnherbergi, rúmgóða stofu og baðherbergi. Gengið er inn í opið rými með skáp. Plast parket er á gólfi í íbúðinni fyrir utan baðherbergi sem er flísalagt. Svefnherbergin eru rúmgóð með nýlegum ofnum og opnanlegum gluggum. Eldhús er með ljósum innréttingum og frábæru útsýni. Stofan er rúmgóð með parket á gólfi og miklu gluggarými. Baðherbergi er flísalegt með baðkari, klósetti, vask og innréttingu. Sameiginlegt þvottahús er á hæðinni með íbúð 03-02 en rúmgóð geymsla í séreign er einnig inni í því rými með opnanlegum glugga. Þvottahús er með epoxy gólfi og opnanlegum glugga. Geymsla er inn af þvottahúsi með epoxy gólfi, hillum og opnanlegum glugga. Hjóla/vagnageymsla er fyrir utan inngang eignarinnar. Bílskúr merktur 03-05 er rúmgóður með rafstýrðri hurð og flotuðu gólfi.
Eldhús: Beiki innréttingar og dökk borðplata. Parket er á gólfi.
Stofa: er með parket á gólfi og aðgang að suðursvölum. Mikið gluggarými með frábæru útsýni.
Baðherbergi: flísar eru á gólfi og hluta af vegg. Flísar á veggjum hafa verið málaðar hvítar. Hvítar innréttingar, vaskur og gólftengt klósett.
Svefnherbergi: eru þrjú misstór. Hjónaherbergið er með skáp og öll herbergin með parket á gólfi.
Þvottahús: er sameiginlegt með annarri íbúð á hæðinni. Gólf er epoxy málað og opnanlegur gluggi er í rýminu.
Geymsla: er inn af þvottahúsi einnig epoxy málað gólf og opnanlegur gluggi. Hlillur og hengi eru á veggjum.
Hjólageymsla: er við hlið inngangs inn í húsið. Epoxy málað gólf og vatnsinntak er þar inni.
Bílskúr: er rúmgóður með rafdrifinni hurð en einnig inngangshurð. Hillur og skápar eru á vegg og epoxy málað gólf. Vaskur með heitu og köldu vatni.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi – 0,4% – 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðflutningsskjölum, mögulegu veðleyfi o.fl. – kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. þjónustusamning.
Fasteignamiðlun ehf. – Grandagarður 5 – 101 Reykjavík – Arndís Erla Jónsdóttir löggiltur fasteignasali