Trölli.is fær sendan launaseðil öryrkja mánaðarlega. Hér er hægt að sjá svart á hvítu þann blákalda raunveruleika sem öryrkjar á Íslandi búa við.

Að þessu sinni sendi öryrkinn þessar línur með launaseðlinum.

Ég er svo hræddur, ekki bara við covid-19 heldur hvernig fer fyrir okkur sem ekki getum unnið vegna veikinda.

Ég hef viljað trúa því að hagur okkar færi að vænkast, en nú er ég logandi hræddur. Ég er ánægur með að stjórnvöld taki upp hanskann fyrir þá sem ekki geta unnið vegna covid-19 – þá sem þurfa að vera í sóttkví, eða einangrun. Einnig þá sem missa vinnuna tímabundið eða alfarið.

En öryrkjunum sem lepja dauðann úr skel og hafa gert árum saman, hafa tekjur langt undir viðmiðunartekjum – þeim senda þeir 20.000 kr. í sumar.

Sjá fyrri fréttir: Launaseðill öryrkja

Launaseðill fyrir apríl 2020


Smella á mynd til að sjá hana stærri.

Er ríkisstjórnin gjörsamlega vitfirrt? Nú hækkar allt, krónan í tjóni vegna ástandsins. Ég bara spyr, eigum við að éta það sem úti frýs?

20.000 kr. til að redda málunum hjá mér sem hef verið á hornösum síðastliðin 20 ár. Nú er ég logandi hræddur vegna þess að ég kem ekki til með að að geta lifað.

Í Hvaða heimi lifið þið ?

Efni: aðsent