Lögð var fram bókun bæjarráðs Fjallabyggðar frá 14 .mars sl. þar sem skipulags- og umhverfisnefnd er falið að útbúa forgangsröðun við deiliskipulagsvinnu svæða sem þegar hafa verið auglýst sem lausar íbúðahúsalóðir til umsóknar á heimasíðu sveitarfélagsins.

Lagt var fram vinnuskjal nefndarinnar þar sem farið er yfir forgangsröðun í deiliskipulagsvinnu með þéttingu byggðar að leiðarljósi.