Á  heimasíðu Veðurstofunnar segir að gert sé ráð fyrir 15-23 m/s í dag, hvassast á Tröllaskaga og í Skagafirði.

Reikna megi með vindhviðum að 35 m/s þar. Ökumenn eru hvattir til að aka varlega.

Meðal annars segir á Bliku.is að á Siglufirði og Ólafsfirði er útlið fyrir +2°C ofan hæstu fjalla í um 1.300 m hæð. Frostmarkshæðin því mjög há með SV-áttinni. Sólarhring síðar (aðfaranótt páskadags) er spáð -17°C í sömu hæð. Hitafall upp á 19 stig á 24 klst.

Á sunnudag (páskadagur)
Norðan 15-23 m/s, hvasst austast, en dregur talsvert úr vindi V-lands síðdegis. Éljagangur á N-verðu landinu, en víða léttskýjað sunnan heiða. Frost 4 til 15 stig, mest inn til landsins.

Á mánudag (annar í páskum)
Norðvestan og vestan 8-13 m/s og él, en bjartviðri SA-lands. Frost víða 1 til 8 stig, en frostlaust við SV-ströndina.

Á þriðjudag
Fremur hæg vestlæg átt og bjart með köflum. Frost víða 0 til 8 stig, en frostlaust á S- og V-landi.

Á miðvikudag
Útlit fyrir norðaustanhvassviðri með snjókomu víða um land og herðir á frosti.

Á fimmtudag
Líklega stíf norðanátt með éljum og talsverðu frosti, en björtu veðri S- og V-lands.