Gerð var könnun á vistunarþörf leikskólanemenda á milli jóla og nýjárs í leikskólum Fjallabyggðar, en það eru þrír virkir dagar.

Svörun foreldra á Leikskálum Siglufirði var 82% og segjast 31% foreldra muni nýta vistun einn dag eða fleiri (samtals 21 barn). 51% foreldra segjast ekki munu nýta vistun á milli jóla og nýjars. Ekki barst svörun fyrir 18% barna. Ef eingöngu eru taldir þeir sem svara, segja 63.6% nei og 36.4% já við vistunarþörf.

Svörun foreldra á Leikhólum Ólafsfirði var 58% og segja 23% foreldra að þeir muni nýta vistun einn dag eða fleiri (samtals 9 börn). 35% sögðust ekki ætla að nýta leikskólaplássið þessa daga. Ekki var svarað fyrir 42% barna. Ef eingöngu eru taldir þeir sem svara segja 61% nei og 39% já.

Skólastjóra Leikskóla Fjallabyggðar er falið að skipuleggja starf leikskólans þessa daga miðað við vistunarþörf.