Byggðastofnun hefur fengið Þjóðskrá Íslands til að reikna út fasteignamat á sömu viðmiðunarfasteigninni á 26 þéttbýlisstöðum á landinu. Fasteignagjöld eru reiknuð út af Byggðastofnun samkvæmt álagningarreglum ársins 2020 eins og þær eru í hverju sveitarfélagi, út frá því fasteignamati sem Þjóðskrá reiknar og gildir frá 31. desember 2019

Þar segir meðal annars að hæst er vatnsgjaldið á Neskaupsstað, Siglufirði, Hvolsvelli og Patreksfirði, um 78 þ.kr. Álagningin á Neskaupsstað er 0,294% af heildarmati. Hveragerði er nú með áberandi lægsta vatnsgjaldið, rúmar 9 þ.kr.

Því er vatnsgjaldið á fjórum dýrustu svæðunum 760% hærra en í Hveragerði þar sem álagningin er 0,02% af heildarmati.

Hægt er að skoða nánar skýrslu Byggðarstofnunar: HÉR