Á 121. fundi fræðslu- og frístundanefndar þann 13. febrúar síðastliðinn óskaði nefndin eftir að athugasemdir og áhyggjur sem henni hafði borist í tölvupósti frá kennurum Grunnskóla Fjallabyggðar, við Tjarnarstíg Ólafsfirði, varðandi flutning skólastarfs 5. bekkjar yfir í starfsstöðina í Ólafsfirði áður en viðbygging væri tilbúin, yrði komið á framfæri við bæjarráð.

Ríkey Sigurbjörnsdóttir, deildarstjóri fræðslu-, frístunda og menningarmála mætti á fund 779. fund bæjarráðs Fjallabyggðar ásamt Erlu Gunnlaugsdóttur, skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar.

Bæjarráð þakkaði deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og skólastjóra grunnskólans fyrir góðar umræður á fundinum. Málinu var vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn.