Miðvikudaginn 1. júní kvaddi Guðrún Lára Magnúsdóttir leikskólann Ásgarð í Húnaþingi vestra eftir 16 ára starf sem leikskólastjóri og þakkar Húnaþing vestra fyrir hennar störf og samstarfið í gegnum árin og óskar henni um leið velfarnaðar á nýjum slóðum.

Nýr leikskólastjóri er Kristinn Arnar Benjamínsson.