Húnaþing vestra leitar að drifandi leiðtoga í starf slökkviliðsstjóra Brunavarna Húnaþings vestra.
Meðal verkefna slökkviliðsstjóra eru daglegur rekstur slökkviliðs, fræðsla og þjálfun slökkviliðsmanna, dagleg umhirða og minniháttar viðhald búnaðar, ásamt úttektum og eldvarnareftirliti á starfsvæði Brunavarna Húnaþings vestra og öðru því sem til fellur innan starfssviðs samkvæmt lögum og reglugerðum sem við eiga.
Slökkviliðsstjóri er æðsti yfirmaður slökkviliðsins og heyrir beint undir sveitarstjóra. Slökkvistöð Brunavarna Húnaþings vestra er staðsett á Hvammstanga. Slökkviliðsstjóri hefur jafnframt starfsstöð í Ráðhúsi Húnaþings vestra.
Starfshlutfall er 75% auk bakvakta.
Menntunar og hæfniskröfur:
- Uppfylla skilyrði reglugerðar nr. 792/2001 um menntun, réttindi og skyldur slökkviliðsmanna og laga nr. 75/2000 um brunamál.
- Framúrskarandi leiðtogahæfni, drifkraftur og fagmennska.
- Farsæl reynsla af stjórnun.
- Jákvætt viðhorf og mjög góð samskiptafærni.
- Skipulagshæfni, sjálfstæð og öguð vinnubrögð.
- Færni til að koma frá sér efni í ræðu og riti, bæði á íslensku og ensku.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi LSS og launanefndar sveitarfélaga.
Umsóknir um starfið skulu sendar á sveitarstjóra, Unni Valborgu Hilmarsdóttur, á netfangið unnur@hunathing.is og veitir hún jafnframt nánari upplýsingar um starfið. Umsókn um starfið skal fylgja starfsferilsskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi í starfið.
Umsóknarfrestur er til og með 1. október 2024.
Í samræmi við jafnréttisáætlun Húnaþings vestra er fólk af öllum kynjum hvatt til að sækja um starfið.