Alls fengu 69 umsóknir brautargengi samtals að upphæð rúmar 75 milljónir.

Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra auglýsti í október eftir umsóknum á sviði menningar og atvinnuþróunar og nýsköpunar fyrir árið 2021, með umsóknarfresti til 16. nóvember. Alls bárust 123 umsóknir þar sem óskað var eftir 228 milljónum króna.

Við tók yfirferð úthlutunarnefndar og fagráða sjóðsins og lauk því 22. desember sl. er niðurstöður voru sendar til umsækjenda.

Alls fengu 69 umsóknir brautargengi samtals að upphæð rúmar 75 milljónir. Á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar fengu 28 umsóknir styrk samtals að upphæð rúmar 37 millj. kr. og á sviði menningar var samþykkt að styrkja 41 umsókn með rúmum 38 millj. kr.

Vegna covid-19 verðu ekki haldin úthlutunarhátíð að þessu sinni.

Fjármagn Uppbyggingarsjóðsins er hluti af samningi Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra við stjórnvöld um framkvæmd Sóknaráætlunar Norðurlands vestra 2020-2024.

Hérna má finna ítarlegri upplýsingar um verkefnin.

Skoða á SSNV.is