Á 559. fundar Bæjarráðs Fjallabyggðar þann 2. apríl var lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála dags. 28.03.2019 vegna starfs rekstrar- og umsjónaraðila tjaldsvæða Fjallabyggðar á Siglufirði og í Ólafsfirði

Alls bárust sex umsóknir um starf rekstrar- og umsjónaraðila tjaldsvæða Fjallabyggðar á Siglufirði og í Ólafsfirði. Eftir yfirferð voru þrír aðilar sem höfðu reynslu af rekstri í ferðaþjónustu og/eða umsjón tjaldsvæða boðaðir í viðtal;
Ida M. Semey fyrir hönd Kaffi Klöru ehf.
Sunna Björg Valsdóttir
Sæmundur Gunnar Ámundason

Að mati deildarstjóra og markaðs- og menningarfulltrúa sem fóru yfir umsóknir og tóku viðtöl er sú reynsla og þekking sem rekstraraðilar Kaffi Klöru ehf hafa öðlast af rekstri tjaldsvæðis í Ólafsfirði mjög góð.

Af þeim aðilum sem sóttu um starf rekstraraðila tjaldsvæða er Kaffi Klara með mestu reynsluna og því sé fyrsti kostur að ganga til samninga við Kaffi Klöru um rekstur- og umsjón tjadsvæða í Fjallabyggð.

Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við Kaffi Klöru ehf um rekstur- og umsjón tjaldsvæða í Fjallabyggð og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að ganga frá samningi við Kaffi Klöru ehf.