Nýlega settu þau Rakel Jana Arnfjörð og Kristófer Skúli Auðunsson á fót nýja netverslun, Playroom.is sem selur mjög áhugaverða trékubba, sem leikföng.

Rakel Jana er ættuð úr Húnaþingi vestra, – er reyndar elsta barnabarn fréttaritara – og Kristófer Skúli er frá Blönduósi, en þau búa saman í Reykjavík. Þau eru aðeins rúmlega tvítug að aldri og voru að hefja eigin rekstur.

“Við vorum saman á viðskipta- og hagfræðibraut í framhaldsskóla svo það lá eiginlega beint við að við færum í einhverskonar rekstur”  sagði Rakel Jana, eða Jana eins og hún er oftast kölluð, í stuttu viðtali við Trölla.is þegar hún var spurð hvers vegna þau fóru út í þennan rekstur.

“Svo eignuðumst við barn í apríl s.l. og fannst vanta umhverfisvæn leikföng sem væru “open-ended”, sem sagt ekki með ákveðna leikaðferð í huga”  sagði Jana einnig.

Playroom.is ný netverslun! Kubbarnir frá Just Blocks eru tilvalin jólagjöf fyrir krakka á öllum aldri!

Kubbarnir vaxa með barninu og jafnvel barnabörnunum! Opinn efniviður sem býður uppá mikla sköpun

 

Kubbarnir eru hannaðir af foreldrum í Póllandi. Þeir eru náttúrulegir úr viði og eru í 4 mismunandi stærðum.

Kubbarnir eru hannaðir af foreldrum í Póllandi

 

Stærðirnar hafa verið þróaðar til að hámarka hreyfifærni og heilaþroska. Að byggja með kubbunum hjálpar til við að þróa fínhreyfingar og samhæfingu milli handa og augna.

 

 

Settið er ekki hannað til að þvinga/áætla neina sérstaka leikaðferð. Áhersla er lögð á að leyfa börnunum að nota ímyndunaraflið. Almennt eru leikföng oft með takmarkaða notkunarmöguleika, og örva þá ekki ímyndunarafl barnanna í leik.

 

 

Þau allra yngstu byrja oftast á mjög einföldum byggingum þegar þau eru að átta sig á efniviðnum, áferðinni og formunum. Svo þróast byggingarnar óðum, og verða flóknari eftir því sem börnin þroskast.

 

Kubbarnir frá playroom.is

 

 

 

playroom.is