Vegna fjölmargra fyrirspurna vill lögreglan vekja athygli á því að þessa dagana er svikapóstur merktur lögreglunni, íslenskum ráðuneytum og ríkislögreglustjóra að fara um.

Það skal tekið fram að tölvupósturinn er ekki að koma frá íslenskum yfirvöldum, stofnunum eða ráðuneytum.

Við viljum biðja þau sem hafa fengið svona tölvupóst vinsamlegast um að eyða tölvupóstinum og ekki smella á neina hlekki í tölvupóstinum.Tölvupósturinn fylgir hér með þessari færslu.

Frekari upplýsingar er að finna á þessum hlekk https://www.logreglan.is/varud-svikapostur/