Hin árlega sviðamessa eldri borgara í Fjallabyggð fór fram í Skálahlíð á Siglufirði laugardaginn 16. nóvember.

Var þar margt um manninn eins og undanfarin ár, enda veitingarnar hinar glæsilegustu og svignar veisluborðið undan kræsingum. Var boðið upp á söng, gamanmál og allskonar skemmtilegheit.

Steingrímur Kristinsson lét sig að sjálfsögðu ekki vanta þar með myndavélina og má sjá nokkrar myndir hér að neðan ásamt myndbandi frá kvöldinu.

Einnig má sjá fleiri myndir á flickr síðu Steingríms: Hér

 

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

Myndir og myndband: Steingrímur Kristinsson