Það hefur heldur betur létt til eftir páskahretið fyrir norðan.
Vetrarveðrið í gær var eins og best verður á kosið og fallegt um að litast á Siglufirði, eins og myndirnar bera með sér sem Vilmundur Ægir Eðvarðsson tók viðsvegar um bæinn og við Sauðanes.
Veðurspáin í dag er hæg breytileg átt og víða léttskýjað, en þykknar upp á vestanverðu landinu, suðaustan 5-13 m/s þar á morgun og líkur á snjókomu með köflum. Hægari breytileg átt á Norður- og Austurlandi og bjartviðri áfram. Frost 0 til 7 stig.
Myndir/Vilmundur Ægir Eðvarðsson