Opið er í Skarðsdal í dag laugardaginn 13. apríl kl 10-16.
Veðrið er SSW 0-4m/sek, hiti 6 stig og heiðskírt. Færið er troðinn vor snjór og mun færið mýkjast þegar líður á daginn. 4 lyftur opnar og 10 skíðaleiðir klárar. Göngubraut í Hólsdal er tilbúin með gömlu spori. Veðurútlit hér fyrir norðan næstu daga er mjög gott og ættu allir skíðaunnendur að drífa sig í fjallið og njóta aðstöðunnar og góða veðursins.
Siglo Freeride Competition hefst kl 10:00 í dag og tekur skíðasvæðið á Siglufirði þátt í skíðahelgi tileinkaðri keppni í utanbrauta fjallarennsli. Helgin er fyrir keppendur og gesti á snjóbrettum og skíðum.
Verður stuð á skíðasvæðinu og vel tekið á móti keppendum og gestum. Tónlist í fjallinu, áhorfendasvæði, matur og drykkur
Keppir sem haldnar eru yfir þessa helgi eru:
Freeride World Qualifier 2* – Fullorðinsflokkur
Freeride Junior Tour 1* – 14-18 ára.