Það var líf og fjör í veitingaskálanum í Skarðsdal um helgina þegar foreldrar iðkenda hjá Skíðafélagi Siglufjarðar Skíðaborg tóku á móti gestum. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu félagsins, þar sem greint er frá einstaklega góðri stemningu og fjölda gesta sem allir voru í sólskinsskapi.
Sjá einnig: Sólarpönnukökur og samvera í Skarðsdal á sunnudag
Í færslunni segir að dagurinn hafi tekist afar vel og að bæði gestir og foreldrar hafi farið glaðir niður úr fjallaloftinu eftir annasaman en ánægjulegan dag. Foreldrar lögðu mikið á sig við að gera daginn sem bestan og greinilegt að samheldni og gleði einkenndu starfið í veitingaskálanum.
Að lokum sendir Skíðafélagið sérstakar þakkir til Kjörbúðarinnar á Siglufirði fyrir gott og farsælt samstarf. Í færslunni segir að Kjörbúðin standi sig ávallt vel og tryggi að nóg sé til af öllu, sem skipti miklu máli fyrir slíka viðburði og starfsemi félagsins.
Myndir: facebook / Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg
Tengt efni:
Þú þarft ekki að kunna á skíði til að kaupa veitingar í Skarðsdal
















