Í gær, laugardaginn 4. ágúst, var fornbílasýning á Siglufirði við bruggverksmiðjuna Segul 67. Í fyrra var samskonar sýning á sama stað haldin í fyrsta skipti. Margt var um manninn og mikið spjallað um gamla bíla eins og við mátti búast innan um þessar eðal drossíur.

Fjölmenni var á sýningunni.

 

Það voru þeir feðgar Haraldur Marteinsson og Marteinn B Haraldsson, og Vésteinn Finnsson tengdafaðir Marteins sem stóðu fyrir sýningunni. Vésteinn kom með þennan Volga bíl árgerð 1974, sem foreldrar hans keyptu nýjan á sínum tíma.

Forsprakkar fornbílasýningarinnar, f.v. Haraldur Marteinsson, Marteinn B Haraldsson og Vésteinn Finnsson.

 

Vésteinn Finnsson

 

Kaupmaðurinn Bjarni Haraldsson keypti þennan bíl árið 1981 og kom akandi á honum frá Sauðárkróki til að taka þátt í sýningunni. Bjarni var í flutningarekstri í 40 ár, keyrði rútu milli Siglufjarðar og Varmahlíðar í mörg ár, á þeim tíma sem leiðin yfir Siglufjarðarskarð var eini akvegurinn til Siglufjarðar. Bjarni rekur enn Verslun Haraldar Júlíussonar á Sauðárkróki, sem hann tók við af föður sínum árið 1958.

Bjarni Haraldsson kaupmaður á Sauðárkróki kom akandi á þessum bíl.

 

Þarna voru bílar frá Fornbílaklúbbi Akureyrar, Ólafsfirði, Siglufirði og Sauðárkróki.

Sannkölluð drossía.

 

Stefán Benediktsson, Jón Hólm og Hannibal Jónsson með bílana sína.

 

Athygli vakti gamli líkbíllinn á Siglufirði, sem nú er til sölu.

Gamli líkbíllinn á Siglufirði er nú til sölu. Fyrrum ökumaður getur staðfest að bíllinn liggur vel á 140 Km hraða.

Líkbíll til sölu.

 

Fyrrverandi ökumaður líkbílsins og Steini bílakall tala um líkbíla og ræða möguleg viðskipti.

 

Segull 67 seldi grillaðar Bratwürst pylsur, meðlæti og bjór á tilboði.

Bratwürst grill.

 

Bílaspekingar spjalla.

 

Helgi Magg junior.

 

Aðstandendur sýningarinnar vonast til að þetta verði árlegur viðburður, enda þátttaka fornbíla-eigenda mjög góð.

 

Frétt: Gunnar Smári Helgason
Myndir: Kristín Sigurjónsdóttir