Útilistaverkið Flæði eftir Kristinn E. Hrafnsson hefur verið fjarlægt af lóð Aðalgötu 14 í Ólafsfirði.
Ákvörðunin var tekin eftir að bæjarráð Fjallabyggðar fór yfir skýrslu verkfræðistofunnar Eflu um ástand verksins og mögulegar endurbætur eða færslu þess. Nýir eigendur húsnæðisins hyggjast breyta því í gistihús.
Verkið, sem er fjórir sinnum sex metrar að stærð, var unnið á árunum 1990 til 1994.
Bæjarráð fól starfsmönnum sveitarfélagsins, í samráði við lögmann, að kalla eftir samþykki viðeigandi stofnana áður en verkið var fjarlægt.
Umtalsverður kostnaður að lagfæra útilistaverkið Flæði í Ólafsfirði